Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA var sáttur að leikslokum eftir 3-2 sigur Skagamanna á gestunum í Fram í leik sem fór fram við ekta októberaðstæður á Norðurálsvellinum á Akranesi fyrr í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 Fram
„Bara virkilega góður sigur, við spiluðum góðan leik í Keflavík í síðustu viku og töpuðum honum 3-2 og spilum svo núna við Framarana sem hafa verið gríðarlega öflugir í sumar og með gríðarlega flott lið og þetta var frábær sigur hérna hjá okkur í dag.''
„Frammistaðan hjá okkur var mjög fín í fyrri hálfleik og við vorum aular að vera undir í hálfleik og ég var mjög ósáttur við það, við gefum þeim þessi tvö mörk, við vorum súrir. Það voru stóru orð sem féllu í hálfleik, þung orð og menn svöruðu því frábærlega í seinni hálfleik, ég er hrikalega stoltur af liðinu fyrir það.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.