Jón Sveinsson, þjálfari Fram var skiljanlega súr eftir leik síns liðs gegn ÍA á Akranesi fyrr í dag, en Skagamenn fóru með 3-2 sigur af hólmi í miklum baráttuleik við októberaðstæður.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 Fram
„Maður er alltaf ósáttur með tap, ekkert endilega að Skaginn hafi verið mikið betri en mér fannst samt sérstaklega í seinni hálfleiknum að þeir hafi verið grimmari og sótt þrjú stig, okkar leikur litaðist af því að við höfum að litlu að keppa og menn einhvernveginn ekki alveg tilbúnir í þetta.''
„Liðin sem eru kannski mest mótiveruð í þetta eru FH og Skaginn, fyrir flest önnur lið eru ekki að miklu að keppa, nema auðvitað bara að tryggja veru okkar í deildinni, það er ennþá tölfræðilegur möguleiki á að við föllum. Menn eru samt orðnir þreyttir og tilbúnir að fara í frí.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.