Víkingar heimsóttu Stjörnumenn í loka leik 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld á Samsungvellinum.
Víkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í tölfræðilegan möguleika á að geta varið Íslandsmeistaratitilinn en Stjörnumenn hafa reynst Víkingum gríðarlega erfiðir í sumar.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Víkingur R.
„Ég vill byrja á að óska Blikum innilega til hamingju með verðskuldaðan titil." Byrjaði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga á að segja eftir leik.
„Hvað okkur varðar þá bara eftir fyrri hálfleikinn var í raun ótrúlegt að við skulum ekki hafa verið þrjú, fjögur núll yfir og svolítið saga okkar í sumar á móti Stjörnunni en eftir að fyrsta markið kom hef ég ekki aðmennilega skýringu á því hvað gerðist, hvort að það hafi bara slökknað á mönnum en seinni hálfleikur var einfaldlega bara svolítið slakur af okkar hálfu. Við vorum mjög barnalegir hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn og í staðin fyrir að þreyta þá meira þá fór þetta bara í einhvern ping pong fótbolta sem mér hugnaðist alls ekki."
„Það voru svo mikið af færum í fyrri hálfleik og þá vilja allir skora og í staðin fyrir að spila eins og lið þá spiluðum við eins og einstaklingar. Þetta var svo gaman einhvernveginn og að fá færi, þetta minnti mann svolítið á 6.flokks leiki í gamla daga. Þetta var svolítið svona ping pong leikur og örugglega mjög skemmtilegur á að horfa en fyrir mig sem þjálfara var þetta martröð."
Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |