Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 10. október 2022 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Óska Blikum innilega til hamingju með verðskuldaðan titil
,,Vorum mjög barnalegir hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn''
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu Stjörnumenn í loka leik 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld á Samsungvellinum.

Víkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í tölfræðilegan möguleika á að geta varið Íslandsmeistaratitilinn en Stjörnumenn hafa reynst Víkingum gríðarlega erfiðir í sumar.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Ég vill byrja á að óska Blikum innilega til hamingju með verðskuldaðan titil." Byrjaði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga á að segja eftir leik.

„Hvað okkur varðar þá bara eftir fyrri hálfleikinn var í raun ótrúlegt að við skulum ekki hafa verið þrjú, fjögur núll yfir og svolítið saga okkar í sumar á móti Stjörnunni en eftir að fyrsta markið kom hef ég ekki aðmennilega skýringu á því hvað gerðist, hvort að það hafi bara slökknað á mönnum en seinni hálfleikur var einfaldlega bara svolítið slakur af okkar hálfu. Við vorum mjög barnalegir hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn og í staðin fyrir að þreyta þá meira þá fór þetta bara í einhvern ping pong fótbolta sem mér hugnaðist alls ekki." 

„Það voru svo mikið af færum í fyrri hálfleik og þá vilja allir skora og í staðin fyrir að spila eins og lið þá spiluðum við eins og einstaklingar. Þetta var svo gaman einhvernveginn og að fá færi, þetta minnti mann svolítið á 6.flokks leiki í gamla daga. Þetta var svolítið svona ping pong leikur og örugglega mjög skemmtilegur á að horfa en fyrir mig sem þjálfara var þetta martröð."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner