Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 10. október 2022 18:42
Brynjar Ingi Erluson
„Hann hendir sér niður eins og stunginn grís"
Matthías fellur niður eftir viðskipti við Gyrði Hrafn.
Matthías fellur niður eftir viðskipti við Gyrði Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir var ekki sáttur við Matta Vill sem fagnar hér að hafa skorað úr vítinu.
Gyrðir var ekki sáttur við Matta Vill sem fagnar hér að hafa skorað úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður Leiknis, var ekki als kosta sáttur við dómgæsluna í 4-2 tapinu gegn FH í Bestu deildinni í dag, en hann fékk á sig víti eftir sextán mínútur.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

Leiknismenn lentu tveimur mörkum undir snemma leiks áður en liðið kom til baka með marki frá Zean Dalügge.

Matthías Vilhjálmsson bætti við tveimur til viðbótar í þeim síðari og kláraði þrennu sína áður en Leiknismenn klóruðu í bakkann með sárabótarmarki.

„Ætluðum að byrja mun betur og komum ekki með power í leikinn og vorum smá sofandi. Þegar þeir voru með yfirtökin fyrstu tuttugu mínúturnar en svo komumst við inn í leikinn og létum boltann ganga vel. Hefðum viljað skapa aðeins meira fram á við en annars frekar jafn leikur. Í seinni hálfleik voru þeir aðeins betri fyrstu fimmtán og svo tökum við yfir leikinn en við náum ekki að koma boltanum yfir línuna og þeir ná því tvisvar. Vel gert hjá þeim," sagði Gyrðir við Fótbolta.net.

Á 16. mínútu fékk Gyrðir dæmt á sig víti eftir baráttu við Matthías í teignum. Hann skilur ekkert í dómgæslunni.

„Mér finnst það galið. Ég sparka í boltann og boltinn fer þangað sem ég er að sparka og ég veit ekki hvernig Matti getur sparkað þangað en þetta er galið. Aldrei víti finnst mér.

„Hann hendir sér niður eins og stunginn grís. Þetta er galið og dómarinn á að sjá þetta. Boltinn fer greinilega þangað og maðurinn getur ekki sparkað þangað. Kannski lélegt hjá dómaranum en leiðinlegt,"
sagði Gyrðir.

Hann segir jafnframt að liðið hafi ekki verið að fylgja uppleggi í byrjun leiks en það hafi lagast. Nú er það að bretta upp ermar og gera sig klára fyrir síðustu þrjá leikina en Leiknir er í næst neðsta sæti með 20 stig.

„Jújú, við vorum alveg að fylgja uppleggi en vorum í brasi með að koma honum upp. Eftir tuttugu mínútur fór boltinn að ganga betur eftir að við fórum að senda boltann aftur fyrir þá og þeir í basli með það. Við héldum bara áfram að gera það og uppleggið gekk allt í lagi. Siggi lagði hann vel upp."

„Það eru þrír leikir eftir og næst Skaginn heima. Þrjú stig sem við þurfum að taka svo Fram. Þetta er ekki búið; nei, nei, nei,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner