Stjörnumenn tóku á móti Víkingum þegar loka leikur 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla lauk í kvöld.
Stjörnumenn hafa haft gott tak á Víkingum í sumar og þar varð enginn breyting á í kvöld þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Víkingur R.
„Mjög góð. Kannski búið að vera lítið af sigrum undanfarið þannig bara virkilega gaman að vinna mjög gott lið Víkinga." Sagði Óskar Örn Hauksson annar markaskorara Stjörnumanna í kvöld.
Stjörnumenn hafa verið svolítið gagnrýndir fyrir það að brotna þegar þeir lenda undir en þeir sýndu mikinn karakter í kvöld að koma tilbaka og snúa leiknum sér í hag.
„Ég á svo sem eftir að fara yfir hvernig þetta hefur verið í sumar en við svörum bara strax eftir að hafa lent undir og komumst svo yfir þegar það er korter eftir eða eitthvað þannig bara virkilega sterkt að koma tilbaka í kvöld."
Stjörnumenn enda sumarið gegn Víkingum með 7 stig af 9 mögulegum en Óskar Örn var ekki klár á því hver væri endilega lykillinn af velgengninni.
„Þegar stórt er spurt... Gaman að spila á móti góðum liðum, menn gíra sig í gang og þeir eru nátturlega meistarar frá því í fyrra og það vilja allir vinna þá. Við kannski match-um bara vel upp á móti þeim."
Nánar er rætt við Óskar Örn Hauksson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |