Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
Völsungur áfram í bikarnum - „Ekki var þetta fallegt"
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
   lau 12. apríl 2025 20:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Völsungur áfram í bikarnum - „Ekki var þetta fallegt"
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
„Feginn að vera kominn áfram. Við fáum leik í næstu viku, alltaf gott að fá góða leiki en ekki var þetta fallegt," sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Völsungs, eftir sigur liðsins gegn Tindastól eftir vítaspyrnukeppni í Mjólkurbikarnum í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 7 -  8 Völsungur

Steinþór tók síðasta víti Völsungs í vítaspyrnukeppninni. Hann klikkaði en fékk að taka spyrnuna aftur þar sem dómarinn taldi að Nikola Stoisavljevic, markvörður Tindastóls, hafi verið kominn af línunni.

„Ég tók ekki eftir því en ef hann varði þetta víti þá hlýtur það að vera," sagði Steinþór léttur.

Steinþór er 39 ára en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2002. Hann er að stíga upp úr meiðslum og er spenntur fyrir tímabilinu í Lengjudeildinni.

„Við förum langt á liðsanda. Vonandi náum við sama liðsanda og í fyrra. Vonandi blómstra þessir karlar líka, við erum með ungt og flott lið," sagði Steinþór að lokum.
Athugasemdir
banner