
„Feginn að vera kominn áfram. Við fáum leik í næstu viku, alltaf gott að fá góða leiki en ekki var þetta fallegt," sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Völsungs, eftir sigur liðsins gegn Tindastól eftir vítaspyrnukeppni í Mjólkurbikarnum í dag.
Lestu um leikinn: Tindastóll 7 - 8 Völsungur
Steinþór tók síðasta víti Völsungs í vítaspyrnukeppninni. Hann klikkaði en fékk að taka spyrnuna aftur þar sem dómarinn taldi að Nikola Stoisavljevic, markvörður Tindastóls, hafi verið kominn af línunni.
„Ég tók ekki eftir því en ef hann varði þetta víti þá hlýtur það að vera," sagði Steinþór léttur.
Steinþór er 39 ára en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2002. Hann er að stíga upp úr meiðslum og er spenntur fyrir tímabilinu í Lengjudeildinni.
„Við förum langt á liðsanda. Vonandi náum við sama liðsanda og í fyrra. Vonandi blómstra þessir karlar líka, við erum með ungt og flott lið," sagði Steinþór að lokum.
Athugasemdir