Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 13. júlí 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Svava Kristín: Skíthrædd en veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar
Icelandair
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ekki frá því að ég sé stressaðari núna en fyrir fyrsta leik. Við verðum að sækja stig, sækja úrslit og ég held að þessi leikur Ítalíu á móti Frakklandi sé ekki að fara hjálpa okkur neitt," sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, við Fótbolta.net í dag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu á morgun í öðrum leik sínum í riðlinum á EM. Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu en Ítalía tapaði stórt í fyrsta leik sínum, 5-1 gegn Frakklandi.

„Ítalarnir eru miklu betri en þetta, þær þurfa að sýna landi og þjóð að þær séu betri en þetta. Ég er skíthrædd við þetta en ég veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar og vita nákvæmlega hvað Ítalía getur. Vonandi verður þetta hörkuleikur, 50:50 leikur sem dettur okkar megin.

Viðtalið var tekið fyrir utan Akademíuleikvanginn í Manchester þar sem leikurinn á morgun fer fram. Blaðamenn voru nýbúnir að yfirheyra landsliðsþjálfarinn og Dagnýju Brynjarsdóttur á fréttamannafundi þegar rætt var við Svövu.

„Steini rígheldur í sínar skoðanir. Hann liggur á skoðunum sínum þegar kemur að andstæðingum, er ekki að gefa okkur mikið upp. Það er leiðinlegt að frétta af Telmu - ef hún er meidd - vonum það besta þar."

„Ég held ég sé bara peppuð, mér fannst þau gíruð, mér fannst þau með hausinn á réttum stað,"
sagði Svava.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Viðtalið við Svövu má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner