Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 13. júlí 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Svava Kristín: Skíthrædd en veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar
Icelandair
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ekki frá því að ég sé stressaðari núna en fyrir fyrsta leik. Við verðum að sækja stig, sækja úrslit og ég held að þessi leikur Ítalíu á móti Frakklandi sé ekki að fara hjálpa okkur neitt," sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, við Fótbolta.net í dag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu á morgun í öðrum leik sínum í riðlinum á EM. Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu en Ítalía tapaði stórt í fyrsta leik sínum, 5-1 gegn Frakklandi.

„Ítalarnir eru miklu betri en þetta, þær þurfa að sýna landi og þjóð að þær séu betri en þetta. Ég er skíthrædd við þetta en ég veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar og vita nákvæmlega hvað Ítalía getur. Vonandi verður þetta hörkuleikur, 50:50 leikur sem dettur okkar megin.

Viðtalið var tekið fyrir utan Akademíuleikvanginn í Manchester þar sem leikurinn á morgun fer fram. Blaðamenn voru nýbúnir að yfirheyra landsliðsþjálfarinn og Dagnýju Brynjarsdóttur á fréttamannafundi þegar rætt var við Svövu.

„Steini rígheldur í sínar skoðanir. Hann liggur á skoðunum sínum þegar kemur að andstæðingum, er ekki að gefa okkur mikið upp. Það er leiðinlegt að frétta af Telmu - ef hún er meidd - vonum það besta þar."

„Ég held ég sé bara peppuð, mér fannst þau gíruð, mér fannst þau með hausinn á réttum stað,"
sagði Svava.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Viðtalið við Svövu má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner