Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 13. ágúst 2018 20:55
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Geggjuð tilfinning
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik skellti sér á topp Pepsideildarinnar í kvöld með góðum sigri á lánlausu liði Víkinga. Breiðablik lenti undir í fyrri hálfleik en áður en að honum lauk hafði liðið komið boltanum tvisvar í net Víkinga. Svo fór að leiknum lyktaði með 2-3 sigri Blika sem eins og áður sagði skella sér á toppinn í það minnsta um tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Fyrstu 30 mínúturnar voru mjög erfiðar fyrir okkur, við náðum ekki að halda bolta nógu vel og Víkingar gengu á lagið. Skoruðu þarna flott mark sem að við svöruðum svo mjög fljótlega næstu mínúturnar á eftir settum tvö með mjög stuttu millibili reyndar ein gjöf þarna frá Víkingum .“

Sagði Ágúst Gylfason um leik sinna manna í dag.


Blikar skelltu sér eins og áður sagði í toppsæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir Ágúst?

„Það er frábært, við viljum vera þarna þetta er geggjað, geggjuð tilfinning en við ætlum að ýta þessu frá okkur það er Mjólkurbikar á fimmtudaginn, undanúrslit á móti Víking Ó og það verður erfiður leikur.“

Alexander Helgi Gylfason hetja Blika gegn KR í síðustu umferð var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag og lék fréttaritara forvitni á að vita hverju það sætti.

„Hann fékk höfuðhögg á æfingu um daginn og því miður þá gat hann ekki verið með en svona er þetta, svona er fótboltinn. “

Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner