
Íslenska karlalandsliðið mætti Lúxemborg í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar.
Íslenska liðið byrjaði af krafti og leiddu sanngjarnt í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik datt leikur liðsins niður og Lúxemborg jafnaði leikinn strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks og þar við sat.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Lúxemborg
„Miðað við fyrri hálfleikinn sem að við áttum þá áttum við að vera búnir að ganga frá leiknum, miðað við færin sem við fengum en fáum bara eitt skítamark á okkur í upphafi seinni hálfleiks sem að dregur svolítið úr okkur." Sagði Sverrir Ingi Ingason fyrirliði Íslands í leiknum í kvöld.
„Eftir það varð þetta svona mikill barningur, mikið um návígi og seinni bolta og völlurinn ekkert frábær þannig það var ekkert mikið í boði en við fengum held ég besta færi seinni hálfleiks samt sem áður til þess að klára leikinn en þetta virðist ekki vera að detta fyrir okkur þessa dagana en við þurfum bara að halda áfram og ná að tengja saman vonandi núna tvo góða hálfleika því við sáum það í fyrri hálfleik að þegar við spilum svona að þá erum við hörku lið."
Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband Íslenska liðsins í kvöld.
„Ég er mjög stoltur en hefði viljað loka þessu með sigri, þetta snýst bara um það og jafntefli í dag bara drullu svekkjandi miðað við færin og allt það þá áttum við bara að vinna þennan leik."
Nánar er rætt við Sverrir Inga Ingason í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |