Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 15. ágúst 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gústi grillar ofan í liðið: Fengum smjörþefinn í fyrra
Gústi á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í fyrra.
Gústi á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vonast til að það verði fullt af fólki," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net en í kvöld heimsækja Blikar lið Víkings R. í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer hann fram undir flóðljósunum á Víkingsvelli. Víkingur fór síðast í bikarúrslit 1971 þegar liðið varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðablik, en stefnt er á að setja vallarmet á Víkingsvelli í kvöld.

Breiðablik fór í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði þar gegn Stjörnunni í vítapsyrnukeppni. Nú dugar ekkert annað en að fá bikarinn í hendurnar.

„Það er það sem við viljum. Við fengum smjörþefinn í fyrra, en við viljum vinna þennan titil. Hann er stór og þetta er stórleikur í íslenskum fótbolta."

Um leikinn gegn Víkingum segir Gústi: „Ég reikna með að þetta verði mikil skemmtun, mikill hraði og sóknarbolti. Ég býst við hörkuleik. Víkingarnir eru með gott lið. Þetta eru undanúrslit í bikar og hvorugt lið er sigurstranglegra. Þetta verður 50/50 leikur og bara spurning um hvernig liðin koma gíruð."

„Það eru allir klárir hjá mér. Við tökum æfingu eftir klukkutíma og svo tökum við stöðuna á hópnum. Við grillum ofan í liðið og horfum á FH - KR í hinum undanúrslitaleiknum. Við verðum tilbúnir á morgun," sagði Gústi í gær.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner