KR heimsóttu nýkringda Íslandsmeistara Breiðabliks þegar lokaleikur dagsins fór fram í kvöld á Kópavogsvelli.
Það voru KR sem báru sigurorð af Blikum en Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli síðan í fyrstu umferð síðasta tímabils en það var einmitt gegn KR
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 KR
„Það er jafn skemmtilegt að vinna þá eins og hverja aðra, við viljum alltaf vinna alla fótboltaleiki og leggjum af stað í þá þannig." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.
„Við áttum fínan leik hérna í dag. Varnarlega mjög góðir og gáfum Blikum fá færi, þeir áttu mikið af fyrirgjöfum og skot utan af velli í síðari hálfleik með vindinn í bakið og þeir ná að skapa örlítið meira þá og einusinni sem Aron þarf virkilega að taka á honum stóra sínum en að öðru leiti eru þetta hlutir sem að hann á að taka þannig við erum ánægðir með sigurinn."
„Karakterinn og vinnusemin í liðinu, það er það sem þarf til og við erum ennþá að leggja á okkur mikla vinnu bæði á æfingarsvæðinu og svo hér í dag og erum búnir að gera það í öllum þessum þremur leikjum í úrslitakeppni efri hlutans."
Kjartan Henry Finnbogason var ekki á skýrslu í dag en sögur fóru á flug um að það væri búið að rifta samningi við hann en Rúnar Kristins sagði þó svo ekki vera.
„Hann er með samning í eitt ár í viðbót."
Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |