Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   lau 15. október 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Kristins: Erum ennþá að leggja á okkur mikla vinnu
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsóttu nýkringda Íslandsmeistara Breiðabliks þegar lokaleikur dagsins fór fram í kvöld á Kópavogsvelli.

Það voru KR sem báru sigurorð af Blikum en Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli síðan í fyrstu umferð síðasta tímabils en það var einmitt gegn KR


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Það er jafn skemmtilegt að vinna þá eins og hverja aðra, við viljum alltaf vinna alla fótboltaleiki og leggjum af stað í þá þannig." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.

„Við áttum fínan leik hérna í dag. Varnarlega mjög góðir og gáfum Blikum fá færi, þeir áttu mikið af fyrirgjöfum og skot utan af velli í síðari hálfleik með vindinn í bakið og þeir ná að skapa örlítið meira þá og einusinni sem Aron þarf virkilega að taka á honum stóra sínum en að öðru leiti eru þetta hlutir sem að hann á að taka þannig við erum ánægðir með sigurinn." 

„Karakterinn og vinnusemin í liðinu, það er það sem þarf til og við erum ennþá að leggja á okkur mikla vinnu bæði á æfingarsvæðinu og svo hér í dag og erum búnir að gera það í öllum þessum þremur leikjum í úrslitakeppni efri hlutans." 

Kjartan Henry Finnbogason var ekki á skýrslu í dag en sögur fóru á flug um að það væri búið að rifta samningi við hann en Rúnar Kristins sagði þó svo ekki vera.

„Hann er með samning í eitt ár í viðbót."

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner