Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 17. september 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna María: Ætluðum að mæta og skemma partý-ið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við settum þennan leik upp eins og aðra, við ætluðum að mæta hér og skemma partý-ið. Það gekk ekki alveg upp" sagði Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslitin þýða það að Breiðblik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

Selfoss komst 1-0 yfir og var staðan þannig í hálfleik. Blikar breyttu stöðunni fljótt í seinni hálfleiknum.

Selfoss komst upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil og siglir lygnan sjó um miðja deild.

„Þetta er staðurinn sem við viljum spila á, spila meðal þeirra bestu. En við ætlum okkar að vera ofar, það er einn leikur eftir til að ná því markmiði. Við settum okkur markmið fyrir sumarið um ákveðinn stigafjölda og við eigum eftir að ná því. Við gerum það í næsta leik, það er ekkert annað sem kemur til greina."

„Heilt yfir hefur sumarið verið mjög flott, það eru margar ungar stelpur hjá okkur að fá fyrstu mínúturnar í Pepsi-deildinni. Þær eru búnar að vera að stíga upp, þær eru flottar. Við lögðum upp með það fyrir sumarið að gefa þeim reynslu, halda okkur uppi og ná ákveðnum stigafjölda."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner