Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fös 19. maí 2017 23:13
Mist Rúnarsdóttir
Gummi Guðjóns: Eitthvað extra sexý við Pepsi
Gummi var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tapið
Gummi var ánægður með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tapið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur og okkar frammistaða var mjög góð. Við áttum helling skilið út úr þessum leik. Stig eða jafnvel öll á góðum degi og með smá heppni kannski. Ég held að Skaginn geti bara þakkað fyrir það sem þær fengu út úr þessum leik. Þær þurftu virkilega að hafa fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Guðjónsson þjálfari ÍR í samtali við Fótbolta.net en hann mátti sætta sig við 2-1 tap gegn ÍA í hörkuleik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  2 ÍA

„Ég er mjög ánægður. Eins og ég segi. Mér fannst Skaginn ekki skapa neitt af viti sjálfar. Hættan sem var upp við okkar mark var svona einna helst okkar eigin klaufaskapur. Sem er kannski eðlilegt þegar lið er að spila sig saman. En þar fyrir utan var varnarpakkinn og miðjusvæðið allt vel lokað og við sóttum hratt á þremur, fjórum, fimm mönnum í hvert skipti.“

ÍA liðið átti fleiri marktækifæri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar komu inn í þann síðari af miklum krafti og uppskáru jöfnunarmark eftir þrjár mínútur. Hvað sagði Guðmundur við liðið sitt í hálfleik?

„Ég sagði ósköp fátt. Bara að halda áfram á þeirri braut sem við vorum. Við vissum alveg að við vorum að gera vel. Við vorum með varnarhlutverkin á hreinu. Fáum á okkur klaufalegt mark. Bryndís veit af því. Ég er búinn að tala við hana og hún bara lagar þetta. Þar fyrir utan sagði ég bara við þær að halda áfram og berjast í þessu. Vera nær mönnum og sækja hratt á þær. Sem við gerðum.“

Liðsuppstilling ÍR var þónokkuð breytt frá fyrstu umferð en tveir af bestu leikmönnum vallarins, þær Eva Ýr Helgadóttir og Mykaylin Rosenquist , léku sína fyrstu leiki fyrir ÍR. Við spurðum Guðmund út í liðsstyrkinn.

„Þær eru virkilega flottar stelpur og bara allar stelpurnar sem voru að spila hérna í dag. Eva og Mykaylin eru tvö púsl í heildarmyndina. Allar stelpurnar lögðu sig 100% fram og geta farið sáttar á koddann í kvöld.“

ÍR-ingar misstu níu leikmenn eftir síðasta tímabil og reyndu að fá liðsstyrk fyrir mót. Þau fengu til sín nokkra leikmenn en Guðmundi finnst skrítið að ungir leikmenn kjósi heldur að sitja á bekknum í efstu deild heldur en að spila reglulega í þeirri fyrstu.

„Eins og ég sagði við þig í síðasta viðtali þá missum við níu leikmenn og það þarf þá að fara af stað til að fylla þau skörð. Við hringdum mörg símtöl og töluðum við marga leikmenn. En mörgum ungum leikmönnum finnst meira spennandi að sitja á bekk í Pepsi og spila 15 mínútur hér og þar heldur en að spila 90 mínútur í 1.deildinni. Í 1.deild sem er hörkusterk. Mér finnst þetta óskiljanlegt en þetta er þeirra ákvörðun og það er eitthvað extra sexý við Pepsi.“

En getur verið að aukin áhugi og umfjöllun um deildina geti breytt þessu hugarfari?

„Engin spurning og það ber náttúrulega að hrósa ykkur á .net fyrir frábæra umfjöllun. Bæði um leikina og allt í kringum þá. Viðtöl við þjálfara og leikmenn og þar fram eftir götunum. Hrós til síðunnar,“ sagði Guðmundur en að lokum spurðum við hann út í næsta deildarleik liðsins.

„Við erum búin að spila svona sirka hundrað sinnum við Keflavík síðustu tvö árin og það er allt í lagi að bæta einum leik við það. Okkur finnst gaman að spila við Keflavík. Við höfum stundum tapað en líka unnið og það er bara ungt og hörkuspennandi lið. Erfitt viðureignar með góða leikmenn og góða þjálfara. Við þannig lið viljum við spila.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Guðmund í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner