Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fim 25. maí 2017 17:20
Ingvar Björn Guðlaugsson
Donni: Besta stuðningsliðið í þessari deild
Donni, þjálfari Þór/KA, var kampakátur eftir leikinn í dag
Donni, þjálfari Þór/KA, var kampakátur eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þór/KA konur unnu mjög góðan 3-1 sigur á ÍBV á Þórsvelli í dag. Donni, þjálfari Þór/KA var ánægður með sigurinn en liðið er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. Þriðjungur búinn af mótinu og þær sitja einar í toppsætinu.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 ÍBV

„Leikurinn spilaðist bara eins og við ætluðum okkur í rauninni. Þetta voru náttúrulega tvö mjög góð lið, lið sem spila sama kerfi og ferskt að mæta slíku. Tvö lið sem vildu reyna að vinna og við höfðum yfirhöndina. Það voru föstu leikatriðin sem skildu að.,“ voru fyrstu viðbrögð Donna við sigrinum.

Í næsta leik heimsækir Þór/KA lið Stjörnunnar en þessi tvö lið eru þau einu sem ekki hafa tapað leik hingað til. Sannkallaður toppslagur.

„Við munum spila okkar leik áfram, það er búið að ganga ágætlega hingað til. Við höldum okkar striki og svo kemur svosem bara í ljós hvað verður í leiknum. Þá er allskonar plan, A, B, C og D og við reynum að bregðast við því. En við viljum bara vinna,” sagði Donni um komandi toppslag.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hversu frábærlega var mætt hér í dag. Klárlega besta stuðningsliðið í þessari deild. Frábærir stuðningsmenn enda er kannski árangurinn eftir því og ég vil nota tækifærið og þakka fólkinu fyrir stuðninginn í dag, við hefðum ekki getað gert þetta án þeirra,” voru lokaorð Donna.

Allt viðtalið má svo sjá hér að ofanverðu.

Athugasemdir
banner
banner
banner