„Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, en hann var ekki sáttur við að Kópavogsliðið hefði ekki nýtt yfirburði sína í fyrri hálfleik í kvöld til að skora fleiri mörk.
Blikar leiddu 1-0 í hálfleik en lentu svo undir áður en þeir tryggðu sér 3-2 sigur.
„Yfirburðirnir úti á vellinum voru miklir en ákvarðanirnar á síðasta þriðjungi voru ekki nægilega góðar. Það varð til þess að Keflavík komst inn í leikinn."
Blikar leiddu 1-0 í hálfleik en lentu svo undir áður en þeir tryggðu sér 3-2 sigur.
„Yfirburðirnir úti á vellinum voru miklir en ákvarðanirnar á síðasta þriðjungi voru ekki nægilega góðar. Það varð til þess að Keflavík komst inn í leikinn."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Keflavík
„Þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Keflvíkingar eru duglegir og skipulagðir en þetta var góður sigur."
Kristinn Steindórsson var hetja Blika í kvöld en hann skoraði tvö mörk.
„Kiddi er fáránlega góður í fótbolta. Hann er með 'touch', staðsetningar og leikskilning. Afgreiðslurnar sem hann sýndi í dag og gegn Gróttu. Við sjáum þetta á hverjum degi á æfingasvæðinu. Þegar við fengum hann vorum við staðráðnir í að nota hann framar og það hefur skilað sér hingað til."
Athugasemdir