Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mið 25. október 2023 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María: Mikið á bak við að maður er alltaf ræða um stuðninginn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra með dóttur sinni eftir leik gegn Wales á Laugardalsvelli í síðasta landsliðsglugga.
Sandra með dóttur sinni eftir leik gegn Wales á Laugardalsvelli í síðasta landsliðsglugga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu.
Frá æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega spennt og ég finn að við höfum enn trú á okkur sjálfum. Það er rosalega mikilvægt að hengja sig ekki á því sem gerðist í síðasta leik," sagði Sandra María Jessen, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar spila á föstudaginn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni og nokkrum dögum síðar mæta þær Þýskalandi. Þetta verða tveir gríðarlega erfiðir leikir.

„Ég held að það sé hungur í hópnum og við viljum sýna og sanna að við getum betur en við gerðum í Þýskalandi. Við erum rosalega spenntar fyrir leiknum á föstudaginn og við vonumst til að þjóðin haldi áfram að styðja við bakið á okkur. Við gerum þetta öll saman og vonandi fáum við góð úrslit."

Sandra María spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu í sex ár er hún byrjaði gegn Wales í síðasta glugga. Hún hefur gengið í gegnum margt til að komast aftur á þann stað sem hún er á núna, bæði erfið meiðsli og barnsburð.

„Þetta var rosalega gaman og rosalega þýðingarmikið fyrir mig. Þetta var klárlega búið að vera markmið í langan tíma. Að fá strax svona stórt hlutverk og að fá traust frá þjálfaranum er mikilvægt fyrir. mig persónulega. Það er gott veganesti í það sem er framundan."

Hún segir að það sé spennandi verkefni að mæta Danmörku á föstudaginn á Laugardalsvelli.

„Þær eru að gera mjög góða hluti. Þær eru á góðu skriði og unnu Þjóðverja. Þær eru með mikil gæði og það verður alvöru leikur. Þetta er annað tækifæri til að sýna hvað í okkur býr. Þetta er nágrannaþjóð okkar og það er kannski extra mikill rígur á milli landanna. Við förum klárlega inn í leikinn á föstudaginn til að stríða þeim og reyna að ná í úrslit."

Hún hvetur fólk auðvitað til að skella sér á völlinn.

„Það er mikið á bak við að maður er alltaf ræða um stuðninginn upp í stúku. Þetta er algjörlega tólfti maðurinn á vellinum. Það er enn meiri orka og enn meiri vilji þegar maður sér að stúkan er full. Það er mikilvægt þegar það er ekki allt að ganga æðislega vel að fá fólk upp í stúku. Það mun skipta miklu máli inn á vellinum og þá skapast meiri stemning. Þetta verður yfirhöfðu skemmtilegra."

Ísland spilar svo við Þýskaland nokkrum dögum eftir Danmerkurleikinn. Stelpurnar töpuðu stórt í Þýskalandi í síðasta mánuði en eru staðráðnar í að gera betur núna og fagna þær því að fá annan leik gegn þeim svona stuttu eftir þann síðasta.

„Ég held að það sé bara mjög gott til að leiðrétta það sem gerðist í Þýskalandi. Við getum kannski nýtt okkur það að þær haldi að þetta verði auðvelt og svo tökum við á móti þeim í alvöru veðri á Íslandi og gefum þeim alvöru leik," sagði Sandra María.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner