Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks skoraði tvívegis í 4-2 sigri liðsins á FH í stórleik 18. umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni.
Með sinni frammistöðu í leiknum er Thomas leikmaður 18. umferðarinnar.
FH komst í 2-0 strax í upphafi leiks en Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 eftir rúmlega 20 mínútna leik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson rautt spjald og eftir það snerist leikurinn. Eftir að Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin á 57. mínútu bætti Daninn, Thomas Mikkelsen við tveimur mörkum og tryggði Blikum sigurinn í leiknum.
Með sinni frammistöðu í leiknum er Thomas leikmaður 18. umferðarinnar.
FH komst í 2-0 strax í upphafi leiks en Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 eftir rúmlega 20 mínútna leik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson rautt spjald og eftir það snerist leikurinn. Eftir að Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin á 57. mínútu bætti Daninn, Thomas Mikkelsen við tveimur mörkum og tryggði Blikum sigurinn í leiknum.
„Daninn er gammur í teignum. "Thomaaas igen. Kom så min danske ven. Jeg elsker dig" skrifuðu Blikar á Twitter. Frekari orð eru óþörf," skrifaði Elvar Geir Magnússon í skýrslu sinni eftir leikinn í gær. Þetta er í annað sinn sem Thomas Mikkelsen er valinn leikmaður umferðarinnar en hann var einnig valinn leikmaður 15. umferðar.
Thomas er 29 ára framherji sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá Sydvest. Á ferli sínum hefur hann leiki með Vejle, Fredericia og OB í dönsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann einnig leikið í Svíþjóð með Gautaborg. Hann gekk til liðs við Breiðabliks um mitt síðasta sumar eftir að hafa leikið í Skotlandi með Ross Country og Dundee United.
Daninn hefur verið duglegur við markaskorun eftir að hann gekk til liðs við Breiðablik og hefur alls skorað 29 mörk í 35 leikjum með Kópavogsliðinu. Þar af hefur hann skorað 18 mörk í 20 leikjum í deild og bikarleikjum í sumar.
„Hann er mjög öflugur inní teignum og er eins og menn voru í gamla daga, ef maður getur sagt sem svo. Hann er ótrúlega sjúkur í að skora mörk og hann er ekkert endilega að leitast við það að skora flottustu mörkin. Hann er vinnusamur og gerir hlutina einfalt, ég held að það sé ágætis lýsingarorð um Mikkelsen," sagði fyrrum markamaskínan, Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks þegar hann var beðinn um að lýsa danska framherjanum.
„Mér finnst hann og Patrick Pedersen svipaðir upp á það að gera þeir eru báðir mjög duglegir að vinna nálægt markinu og eru með flottar hreyfingar inní teignum."
Thomas Mikkelsen skrifaði undir tveggja ára samning við Breiðablik í fyrra og á því eitt ár eftir af samningi sínum. Gummi Steinars. á ekki von á öðru en að Mikkelsen verði áfram í herbúðum Breiðabliks á næsta tímabili.
„Við vorum heppnir að fá hann, þetta er eðal náungi utan vallar sem hefur margt að segja. Hann losnaði óvænt undan samningi í Skotlandi síðasta sumar og hann datt í hendurnar á okkur. Fjölskyldan hans er að koma sér vel fyrir hér á landi og hafa verið að vinna í því undanfarna mánuði. Konan hans er byrjuð að vinna hér og litla stelpan hans er komin á leikskóla," sagði Guðmundur Steinarsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks að lokum.
Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.
Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð: Brandur Olsen (FH)
Bestur í 16. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 15. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir