„Það fór allt úrskeiðis. Við vorum langnæstbestir í kvöld og þeir gengu á lagið og skoruðu snemma. Þeir fóru upp kantana og miðjuna hjá okkur. Sóknarlega höldum við ekki í boltann og leysum ekki pressuna." Segir Heimir Guðjónsson eftir 5-0 tap FH gegn Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 0 FH
Ísak Andri Sigurgeirsson var frábær í bláu treyjunni í kvöld.
„Við spiluðum ekki vel gegn Ísaki í dag. Hjálparvörnin var ekki nógu góð og við vísuðum honum þangað sem hann vill fara.
Þungt tap í dag er kjaftshögg fyrir FH sem hafa ekki tapað í langan tíma eða síðan þeir töpuðu gegn Víking í sjöundu umferð.
„Þetta mun ekki hafa áhrif á móralinn. Alvöru karakter stíga upp eftir svona tap og það eru bara alvöru karakterar í FH. Það er mikilvægt að læra af þessu."
FH hefur ekki unnið leik á gervigrasi í næstum því 2 ár. Það hlýtur að teljast áhyggjuefni.
„Við erum búnir að spila síðan ég tók við 6 leiki á gervigrasi og sótt eitt eða tvö jafntefli og tapað hinum. Ég hef ekki talað um þetta.Ef ég tek mið af þessum leik þurfum við að fara ræða þetta."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir