Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 29. júlí 2019 22:32
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Verðum einfaldlega að fara að vinna leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar voru tapliðið í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld og Ágúst þjálfari skiljanlega ekki sáttur í leikslok.

"Það er bara deginum ljósara að við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki.  Frammistaða skiptir ekki máli, við þurfum að fá þrjú stig.  Að því leitum við og höfum ekki náð að gera í síðustu fjórum leikjum, við þurfum að fara að þekkja aftur tilfinninguna að sigra."

Varnarleikur Blikanna í kvöld var ekki til útflutnings.

"Við gáfum þrjú mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir, við spiluðum ágætlega úti á vellinum, boltinn gekk vel á milli manna og við sköpuðum okkur ágætis færi en það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð þrjú mörk á þig."

Blikar misstu tvo lykilmenn í glugganum þegar Aron Bjarnason og Jonathan Hendrickx yfirgáfu liðið.  Er Ágúst sammála því að ekki hafi tekist hjá Blikum að fylla í þau skörð?

"Já, það getur alveg verið.  Þetta eru margir litlir hlutir sem telja, þetta er ekki fótboltaleg geta sem vantar hjá okkur, þetta er andlegt og það er eitthvað sem við þurfum að taka til í."

Eru Blikar enn að leita að leikmönnum?

"Það er alveg möguleiki, þetta er búinn að vera langur mánuður.  Bæði höfum við verið að missa leikmenn og fá líka, en við sjáum til."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner