Blikar voru tapliðið í frábærum fótboltaleik í Víkinni í kvöld og Ágúst þjálfari skiljanlega ekki sáttur í leikslok.
"Það er bara deginum ljósara að við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki. Frammistaða skiptir ekki máli, við þurfum að fá þrjú stig. Að því leitum við og höfum ekki náð að gera í síðustu fjórum leikjum, við þurfum að fara að þekkja aftur tilfinninguna að sigra."
"Það er bara deginum ljósara að við þurfum að fara að vinna fótboltaleiki. Frammistaða skiptir ekki máli, við þurfum að fá þrjú stig. Að því leitum við og höfum ekki náð að gera í síðustu fjórum leikjum, við þurfum að fara að þekkja aftur tilfinninguna að sigra."
Varnarleikur Blikanna í kvöld var ekki til útflutnings.
"Við gáfum þrjú mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir, við spiluðum ágætlega úti á vellinum, boltinn gekk vel á milli manna og við sköpuðum okkur ágætis færi en það er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð þrjú mörk á þig."
Blikar misstu tvo lykilmenn í glugganum þegar Aron Bjarnason og Jonathan Hendrickx yfirgáfu liðið. Er Ágúst sammála því að ekki hafi tekist hjá Blikum að fylla í þau skörð?
"Já, það getur alveg verið. Þetta eru margir litlir hlutir sem telja, þetta er ekki fótboltaleg geta sem vantar hjá okkur, þetta er andlegt og það er eitthvað sem við þurfum að taka til í."
Eru Blikar enn að leita að leikmönnum?
"Það er alveg möguleiki, þetta er búinn að vera langur mánuður. Bæði höfum við verið að missa leikmenn og fá líka, en við sjáum til."
Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir