Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   lau 29. júlí 2023 18:48
Hafliði Breiðfjörð
Pétur Péturs: Meira að segja ég þarf að passa mig!
Það var létt yfir Pétri í dag.
Það var létt yfir Pétri í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér finnst alltaf erfitt að koma til eyja og ber mikla virðingu fyrir því að koma hingað og ná í þrjú stig," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 1-7 sigur á ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  7 Valur

„Við áttum mjög góðan leik, sérstaklega í seinnni hálfleik þegar þær fóru allar af stað og mér fannst þær gera þetta mjög vel," sagði Pétur sem hafði ekki hugmynd um að sigurinn hafi fært Val toppsætið því Breiðablik gerði jafntefli við FH fyrr í dag.

Pétur hefur verið að styrkja Valsliðið mikið og þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og hin danska Lise Dissing byrjuðu leikinn í dag eftir að hafa komið til liðs við Val á dögunum. Þá var Amanda Andradóttir á bekknum og kom inná.

„Við erum búin að vera í brasi síðan við byrjuðum þetta mót," sagði Pétur aðspurður hvað hann væri að hugsa með öllum þessum liðsstyrk.

„Við höfum oft verið með 2-3-4 varamenn á bekknum og látið miðjumenn spila á kanti. Við þurftum að styrkja okkur og við erum líka í Meistaradeildinni og erum líka að stíla inn á að ná íslensku liði aftur inn í riðilinn."



Sólveig Larsen hefur rætt við Val undanfarið en valdi að fara í Breiðablik.

„Sólveig fer í Breiðablik og við óskum henni góðs gengis. Hún hefur staðið sig vel með okkur og þetta er ákvörðun sem hún vill taka. Við vonum að þetta gangi vel hjá henni. Ég hefði viljað tíu í viðbót."

Sandra Sigurðardóttir var óvænt varamarkvörður Vals í dag. Hvernig kom það til.

„Við fengum amerískan markvörð sem meiddist í hendi. Hún var frá næstu 1-2 mánuðina og Birta sem hljóp inn í þetta er mjög góður markmaður en var að fara í skóla í Ameríku. Það var ekkert val um annað að fá Söndru til baka og hún tók vel í það og er mætt á staðinn. Okkur finnst það algjörlega frábært. Hún er all in og keppir um byrjunarliðssæti. Hún á örugglega séns," sagði Pétur en þarf Fanney Inga þá að passa sig?

„Það þurfa allir að passa sig, meira að segja ég. Matti er eitthvað búinn að klóra í hnakkann á mér, Matti og Adda," sagði og hló og sagðist óttast um starfið sitt.

Viðtalið má sjá í spilaranum að  ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner