Guðmundur Tyrfingsson var í síðustu viku tilkynntur sem nýr leikmaður Fylkis. Þessi tvítugi sóknarmaður gengur í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu Selfossi.
„Ég heyri af áhuga frá Fylki rétt eftir tímabil og svo hafa þeir samband við Selfoss og gera tilboð. Þetta gerist hratt og ég skrifa undir," sagði Gummi við Fótbolta.net í dag.
Varstu strax spenntur þegar þú heyrðir af áhuga Fylkis?
„Að spila aftur í efstu deild var mjög spennandi og Fylkir sem klúbbur er mjög spennandi skref fyrir mig. Ég varð strax spenntur."
„Ég ræddi við fólk sem hefur áður verið í Fylki sem talaði mjög vel um félagið, bæði hvernig aðstaðan og fólkið í Árbænum er."
Gummi var keyptur til ÍA árið 2020 og lék með liðinu í efstu deild. Hann er því prófað áður að spila í efstu deild á Íslandi. „Ég kem í Fylki eftir gott tímabil hjá mér persónulega, náði að skora átta mörk og var með svipað magn stoðsendinga. Sjálfstraustið hjá mér er hátt uppi."
„Þegar ég kom upp á Skaga var ég bara 18 ára, þetta verður öðruvísi og ég verð klár í það."
Hann sneri aftur á Selfoss um mitt sumar 2022. Hann ræðir um tíma sinn á Akranesi og ástæðuna fyrir því að hann sneri aftur heim í viðtalinu. Hann ræðir einnig um tímabilið 2023.
Selfoss féll úr Lengjudeildinni í sumar. Var alveg skýrt þegar það gerðist að hann Gummi yrði ekki áfram?
„Nei. Ég hugsaði hvað væri best fyrir minn feril og að fara í 2. deild var að fara aftur á byrjunarreit. Ég byrjaði þar hjá Selfossi. Ég tel mig hafa gæðin í að geta spilað í efstu deild og um leið og ég fékk tækifæri á því, þá stökk ég á það."
„Það var áhugi (frá fleirum í efstu deild), en engin formleg tilboð. Mér leist bara strax mjög vel á Fylki og tel mig geta spilað stórt hlutverk hjá þeim á næstu árum."
„Við byrjum á því að stabílísera okkur í deildinni - liðið að fara í annað tímabilið í Bestu deildinni og það er oftast erfiðast - við byrjum á því og svo skoðum við eitthvað hærra upp," sagði Gummi.
Athugasemdir