Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mán 30. október 2023 18:32
Sölvi Haraldsson
McAusland þekkir þjálfarann og formanninn vel: Góðir menn
Lengjudeildin
Marc McAusland og Axel Kári Vignisson, formaður knattspyrnudeildar ÍR
Marc McAusland og Axel Kári Vignisson, formaður knattspyrnudeildar ÍR
Mynd: ÍR
McAusland er mættur í 109
McAusland er mættur í 109
Mynd: ÍR
Marc McAusland var að skrifa undir tveggja ára samning við ÍR í dag. Hann hefur spilað yfir 150 leiki hér á landi með Njarðvík, Grindavík og Keflavík. Áður spilaði hann í Skotlandi og var m.a. skoskur bikarmeistari með St. Mirren. 

Ég er spenntur að byrja að æfa um helgina og koma mér aftur í rútínu. Þetta er nýtt tækifæri fyrir mig og mér líst vel á framhaldið.“ sagði McAusland eftir undirskriftina. 

Marc segir að ÍR hafi sýnt honum mikinn áhuga um leið og þeir vissu að hann væri samningslaus. Jóhann Birnir Guðmundsson, einn af þjálfurum ÍR, og Axel Kári Vignisson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, eru fyrrum liðsfélagar Marc. 

Ég naut þess mikils að vinna með Jóa í Keflavík. Ég get sagt það sama við Axel en við spiluðum saman allir í Keflavík um árið. Þetta er gott fólk. Þetta er klúbbur sem er á réttri leið og við ættum að geta gert flotta hluti á næsta tímabili.

Marc McAusland mun einnig þjálfa 4. flokk karla hjá ÍR ásamt því að spila.

Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að gera seinustu 5 til 6 ár. Ég hef mikinn áhuga á þessu og þetta er eitthvað sem mig langar að gera eftir fótboltann, búa til þjálfaraferil. En á meðan ég er að spila finnst mér frábært að geta þjálfað yngri flokkana og vonandi get ég miðlað minnu reynslu til þeirra.

Marc telur að hann komi með mikla reynslu og forystuhæfileika inn í liðið. Hann nefnir það að það sé mikilvægt fyrir ÍR liðið að fá einhvern reynslumiklann inn í liðið eftir að Ásgeir Börkur lagði skóna á hilluna í haust.

Viðtalið í heild sinni við Marc McAusland má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan er viðtal við Jóhann Birni.



Athugasemdir
banner
banner