
„Ég er spenntur að byrja að æfa um helgina og koma mér aftur í rútínu. Þetta er nýtt tækifæri fyrir mig og mér líst vel á framhaldið.“ sagði McAusland eftir undirskriftina.
Marc segir að ÍR hafi sýnt honum mikinn áhuga um leið og þeir vissu að hann væri samningslaus. Jóhann Birnir Guðmundsson, einn af þjálfurum ÍR, og Axel Kári Vignisson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, eru fyrrum liðsfélagar Marc.
„Ég naut þess mikils að vinna með Jóa í Keflavík. Ég get sagt það sama við Axel en við spiluðum saman allir í Keflavík um árið. Þetta er gott fólk. Þetta er klúbbur sem er á réttri leið og við ættum að geta gert flotta hluti á næsta tímabili.“
Marc McAusland mun einnig þjálfa 4. flokk karla hjá ÍR ásamt því að spila.
„Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að gera seinustu 5 til 6 ár. Ég hef mikinn áhuga á þessu og þetta er eitthvað sem mig langar að gera eftir fótboltann, búa til þjálfaraferil. En á meðan ég er að spila finnst mér frábært að geta þjálfað yngri flokkana og vonandi get ég miðlað minnu reynslu til þeirra.“
Marc telur að hann komi með mikla reynslu og forystuhæfileika inn í liðið. Hann nefnir það að það sé mikilvægt fyrir ÍR liðið að fá einhvern reynslumiklann inn í liðið eftir að Ásgeir Börkur lagði skóna á hilluna í haust.
Viðtalið í heild sinni við Marc McAusland má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan er viðtal við Jóhann Birni.