
„Mér fannst spilamennskan vera allt í lagi. Við sköpuðum okkur haug af færum en nýttum þau ekki," sagði Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, eftir að liðið sló ÍR út eftir vítaspyrnukeppni í Borgunarbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍR 7 - 8 KR
Hinn 19 ára gamli Jakob Eggertsson var hetja KR-inga en hann kom inn á í hálfleik eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. Jakob varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni og kom KR-ingum áfram.
„Kobbi kom flottur inn og var sultuslakur. Það er ró yfir þessum dreng sem gefur manni sjálfum ró. Þetta kom ekkert sérstaklega á óvart. Hann er flottur markvörður sem átti þetta virkilega skilið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir