Aron Bjarnason er á leið til Újpest í Ungverjalandi síðar í þessum mánuði en hann fer út þann 22. júlí og nær því Evrópuleikjunum sem framundan eru hjá Blikum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 HK
„Staðan er þannig að ég verð með Blikum til 22. júlí og geng síðan að öllum líkindum til liðs við félagið. Það er einhver pappírsvinna og svoleiðis eftir," sagði Aron sem var í læknisskoðun hjá Ujpest á dögunum.
„Mér líst vel á félagið. Þetta er nokkuð stórt dæmi og mér leist nokkuð vel á þetta. Þetta var búið að vera í gangi í tvær vikur áður en þetta fór í fjölmiðla."
Aron kom inn á sem varamaður þegar Breiðablik tapaði óvænt 2-1 gegn HK í nágrannaslag í kvöld.
„Það var mjög fúlt að sjá liðið fá á sig þessi skítamörk. Það var helvíti súrt að ná ekki að jafna í lokin. Þetta var mjög svekkjandi," sagði Aron.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir