Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 07. júní 2024 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Hákon skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö - „Það var bara fyndið“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö
Hákon Arnar skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sigurmark Íslands í 1-0 sigrinum á Englandi á Wembley í kvöld en landsliðsmaðurinn var mjög sáttur við frammistöðu liðsins í heildina.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Viðtalið byrjaði á því að Hákon Arnar Haraldsson, liðsfélagi Jóns Dags, kallaði á eftir honum og sagði að hann hefði átt að skora tvö í þessum leik.

Hakon hafði eitthvað til síns máls þar en þeir tveir sluppu í gegn í síðari hálfleiknum en Jón Dagur rann til.

„Virkilega þreytt að renna þarna einn í gegn á Wembley,“ sagði Jón Dagur við Fótbolta.net, en hann var ekkert að hengja haus yfir því.

Hann eins og allt liðið voru gríðarlega sáttir með að landa sigrinum.

„Bara mjög góð, sérstaklega eftir seinasta glugga. Vonbrigðin í þeim að koma hingað og ná í þennan sigur er sérstaklega gott.“

Jón Dagur gerði eina markið, lék á John Stones og setti hann í netið. Það kom honum örlítið á óvart að enginn hafi mætt honum áður en hann mundaði skotfótinn.

„Ég fékk hann þarna einn á einn og fór inn. Mér fannst enginn mæta mér þannig ég ákvað að láta vaða og heppilega fór hann inn. Það var virkilega gaman að sjá þetta inni.“

HK-ingurinn var áður á mála hjá Fulham á Englandi og var því að snúa aftur á gamlar slóðir.

„Jú auðvitað. Kannski einhverjir sem eru í klúbbnum hjá þeim sem sjá mig aftur og leið mjög vel hérna. Að vera kominn aftur er bara virkilega gaman.“

Honum fannst frammistaðan í heildinni frábær og þá sérstaklega hvernig liðið náði að halda í boltann.

„Yfir 90 mínútur. Við höfum átt góða kafla hér og þar en ekki náð góðum 90 mínútum varnarlega. Við vorum bara ógeðslega flottir á boltann líka og það gaf okkur sjálfstraust í leiknum. Við vorum að ná í móment þar sem við vorum að halda og ekki bara að hlaupa á eftir þeim.“

„Algjörlega. Fyrst og fremst var þetta vörnin og gaf okkur líka sjálfstraust að vera að halda í boltann.“


Eina sem kannski var mest svekkjandi við þessi úrslit er að þetta hafi bara verið vináttulandsleikur og ekki í lokamóti eða undankeppni.

„Auðvitað myndi maður vilja að þetta væru þrjú stig en þetta var vináttuleikur í dag og við gerðum það besta úr því.“

Stuðningsfólk enska liðsins baulaði þegar Jón Dagur fór af velli en var ekki alveg viss hvort þessu hafi verið beint að honum eða ekki.

„Ég veit ekki hvort þetta var á mig eða liðið. Það var bara fyndið.“

Strákarnir eru komnir aftur niður á jörðina eftir þennan sigur því næst er það Holland á mánudag.

„Það er það sem við erum búnir að tala um. Við viljum gera meira í þessum gluggum og setja meiri pressu á okkur. Við sýndum að við getum gert þetta og nú er það bara að halda áfram.“

„Við erum að fara í annað virkilega erfitt verkefni. Það verður Holland á mánudag og síðan bara Go again,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner