Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
banner
   fös 07. júní 2024 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Hákon skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö - „Það var bara fyndið“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö
Hákon Arnar skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sigurmark Íslands í 1-0 sigrinum á Englandi á Wembley í kvöld en landsliðsmaðurinn var mjög sáttur við frammistöðu liðsins í heildina.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Viðtalið byrjaði á því að Hákon Arnar Haraldsson, liðsfélagi Jóns Dags, kallaði á eftir honum og sagði að hann hefði átt að skora tvö í þessum leik.

Hakon hafði eitthvað til síns máls þar en þeir tveir sluppu í gegn í síðari hálfleiknum en Jón Dagur rann til.

„Virkilega þreytt að renna þarna einn í gegn á Wembley,“ sagði Jón Dagur við Fótbolta.net, en hann var ekkert að hengja haus yfir því.

Hann eins og allt liðið voru gríðarlega sáttir með að landa sigrinum.

„Bara mjög góð, sérstaklega eftir seinasta glugga. Vonbrigðin í þeim að koma hingað og ná í þennan sigur er sérstaklega gott.“

Jón Dagur gerði eina markið, lék á John Stones og setti hann í netið. Það kom honum örlítið á óvart að enginn hafi mætt honum áður en hann mundaði skotfótinn.

„Ég fékk hann þarna einn á einn og fór inn. Mér fannst enginn mæta mér þannig ég ákvað að láta vaða og heppilega fór hann inn. Það var virkilega gaman að sjá þetta inni.“

HK-ingurinn var áður á mála hjá Fulham á Englandi og var því að snúa aftur á gamlar slóðir.

„Jú auðvitað. Kannski einhverjir sem eru í klúbbnum hjá þeim sem sjá mig aftur og leið mjög vel hérna. Að vera kominn aftur er bara virkilega gaman.“

Honum fannst frammistaðan í heildinni frábær og þá sérstaklega hvernig liðið náði að halda í boltann.

„Yfir 90 mínútur. Við höfum átt góða kafla hér og þar en ekki náð góðum 90 mínútum varnarlega. Við vorum bara ógeðslega flottir á boltann líka og það gaf okkur sjálfstraust í leiknum. Við vorum að ná í móment þar sem við vorum að halda og ekki bara að hlaupa á eftir þeim.“

„Algjörlega. Fyrst og fremst var þetta vörnin og gaf okkur líka sjálfstraust að vera að halda í boltann.“


Eina sem kannski var mest svekkjandi við þessi úrslit er að þetta hafi bara verið vináttulandsleikur og ekki í lokamóti eða undankeppni.

„Auðvitað myndi maður vilja að þetta væru þrjú stig en þetta var vináttuleikur í dag og við gerðum það besta úr því.“

Stuðningsfólk enska liðsins baulaði þegar Jón Dagur fór af velli en var ekki alveg viss hvort þessu hafi verið beint að honum eða ekki.

„Ég veit ekki hvort þetta var á mig eða liðið. Það var bara fyndið.“

Strákarnir eru komnir aftur niður á jörðina eftir þennan sigur því næst er það Holland á mánudag.

„Það er það sem við erum búnir að tala um. Við viljum gera meira í þessum gluggum og setja meiri pressu á okkur. Við sýndum að við getum gert þetta og nú er það bara að halda áfram.“

„Við erum að fara í annað virkilega erfitt verkefni. Það verður Holland á mánudag og síðan bara Go again,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner