„Mér fannst bara leikurinn í heild sinni ekki vera góður hjá okkur. Vantar ákefð og baráttu og fyrir utan seinasta korterið er ég ekki ánægður með leikinn" Segir Ian Jeffs þjálfari Þróttar eftir 2-1 tap gegn Vestra í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Vestri
„Sóknarleikurinn og varnarleikurinn var slakur og heilt yfir í 90 mínutu var þetta okkar slakasti leikur á tímabilinu."
Leikurinn var mikilvægur leikur fyrir Þróttara sem hefðu getað komið sér í umspilssæti með sigri.
„Við tökum alltaf einn leik í einu og pælum ekki í töflunni í dag hugsuðum við bara um Vestra. Það vantaði fókus og kannski var þetta að trufla leikmennina."
Næsti leikur er gegn Aftureldingu sem situr á toppi deildarinnar.
„Við förum yfir leikinn í dag og núna hvílum við okkur og undirbúum okkur fyrir næsta leik sem er gríðarlega erfiður og er gegn toppliðinu. Ég vona að við sýnum betri frammistöðu en hér í dag."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir