Óskar Hrafn Þorvaldsson var látinn af með Breiðablik en þetta staðfesti félagið rétt í þessu.
Óskar stýrði liðinu í fjögur tímabil og vann hann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra eftir að hafa verið grátlega nálægt því tímabilið áður.
Óskar stýrði liðinu í fjögur tímabil og vann hann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra eftir að hafa verið grátlega nálægt því tímabilið áður.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 Stjarnan
„Það eru miklar tilfinningar, ég er búinn að vera hérna í fjögur ár. Það er alltaf skrýtið að stoppa, alltaf skrýtið að hætta vinna með mönnum sem maður er búinn að vinna með í langan tíma."
„Ég er ósáttur við tímasetninguna á þessu. Það hefur allt sinn enda, ég fór á fund með stjórnendum Breiðabliks á mánudaginn og bað þá um að hætta eftir þetta tímabil, þegar riðlakeppninni lyki. Þeir tóku mig á orðinnu og báðu mig á föstudaginn að hætta eftir þennan leik. Ég er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að klára riðlakeppnina. Oft á tíðum ræður maður ekki sínum eigin örlögum."
Útilokar Óskar að taka við KR?
„Nei það er alls ekki útilokað, það er ekkert útilokað. Það er ekki útilokað að ég taki við nokkru einasta liði. Ég þarf að vinna, það er ekkert útilokað.
Ég þarf að fara til Noregs á morgun og sjá hvernig hlutirnir þróist þar"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir