„Við töpuðum verðskulduðum. Við lendum 3-0 undir snemma í leiknum og þá er þetta erfitt," sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 4-1 tap gegn HK í Pepsi-Max deildinni í dag.
HK komst í 3-0 eftir tuttugu mínútur og þá héldu leikmenn KR fund inni á vellinum til að fara yfir gang mála.
„Við töluðum um að taka skrefið sjálfir en ekki bíða eftir að annar myndi gera það. Við vorum alltaf á eftir og þeir unnu alla þessa lausu bolta. Við vorum að horfa á eftir þeim og þá refsa þeir."
HK komst í 3-0 eftir tuttugu mínútur og þá héldu leikmenn KR fund inni á vellinum til að fara yfir gang mála.
„Við töluðum um að taka skrefið sjálfir en ekki bíða eftir að annar myndi gera það. Við vorum alltaf á eftir og þeir unnu alla þessa lausu bolta. Við vorum að horfa á eftir þeim og þá refsa þeir."
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 KR
Næsta verkefni KR er gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudag. „Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu svo það er eins gott að mæta almennilega í næsta leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Pálma í heild.
Krísufundur hjá KR eftir 20 mínútur í Kórnum. HK leiðir 3-0! #fotboltinet pic.twitter.com/5XhRogefTB
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) August 11, 2019
Athugasemdir