„Mér fannst frammistaðan mjög góð, Fylkir er klárlega langbesta liðið í deildinni, langbest mannaða liðið," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson þjálfari Gróttu eftir 1-2 tap gegn Fylki í Inkasso deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 2 Fylkir
„Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef Fylkir fer ekki upp, það yrði algjör katastrófa ef þeir færu ekki upp með þennan mannskap. Heilt yfir var þetta flott en auðvitað súrt að tapa þessu."
Daði Ólafsson skoraði sigurmarkið fyrir Fylki í lok uppbótartímans, en hvað fór úrskeiðis?
„Það fór ekki neitt úrskeiðis, þetta er bara fótbolti. Stöngin út, stöngin inn og það var stöngin inn í dag. Fótboltinn er grimmmt sport."
Nánar er rætt við Tóta í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir