Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   þri 15. janúar 2019 19:37
Magnús Már Einarsson
Doha
Erik Hamren: Davíð var virkilega góður
Áskorun fyrir Birki að spila engan keppnisleik fram að næsta verkefni
Icelandair
Hamren í Doha í kvöld.
Hamren í Doha í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðinn Birkir Már Sævarsson leiðir liðið út á völlinn í kvöld. Hamren segir áskorun fyrir hann því hann spilar engan keppnisleik fram að næsta verkefni.
Fyrirliðinn Birkir Már Sævarsson leiðir liðið út á völlinn í kvöld. Hamren segir áskorun fyrir hann því hann spilar engan keppnisleik fram að næsta verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Davíð Kristján í leiknum.
Davíð Kristján í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Því miður náðum við ekki að landa sigri í dag. Við vörðumst vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu sér engin færi en við fengum bara eitt færi ef ég man rétt," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands eftir marklaust jafntefli við Eistland í vináttulandsleik í Katar í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

„Í seinni hálfleik var sóknin betri og við hefðum átt að skora, til dæmis eftir eina hornspyrnu og líka eftir góðar sóknir. Vörnin hélt áfram að vera góð og þeir sköpuðu bara eitt færi ef ég man rétt. Frammistaðan var fín en við þurfum að vera beittari þegar við fáum færi. Við vinnum í því en þetta var í fyrsta sinn sem við höldum hreinu. Auðvitað viljum við samt vinna."

Við spurðum Hamren næst hvort hann gæti nefnt einstaka leikmenn sem heilluðu hann í kvöld og hann talaði sérstaklega um Davíð Kristján Ólafsson, Hjört Hermannsson og Kolbein Finnsson.

„Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá þekki ég suma leikmennina ekki svo vel en mér fannst Davíð heilla mig á æfingum og í leiknum líka. Ég þekki Hjört betur og hann var virkilega góður núna eins og í leiknum gegn Svíum. Davíð var virkilega góður og svo er Kolbeinn ungur efnilegur leikmaður sem mun reynast Íslandi vel í framtíðinni."

Ísland hefur verið í 10 daga í Katar við æfingar og mætti Svíum líka á föstudaginn. Hópurinn hefur verið að mestum hluta svokallaður B-liðs hópur þó einhverjir leikmenn hafi meiri reynslu með A-liðinu.

„Ég er sáttur með ferðina hingað. Viðhorf leikmanna hefur verið virkilega gott og þeir hafa lagt hart að sér á æfingum og á fundum. Nú þekki ég þessa leikmenn mikið betur því við vorum saman í 10 daga og það er gott."

Næsta verkefni Íslands er í mars þegar við mætum Andorra og Frakklandi ytra í undankeppni EM 2020. Sér Hamren fyrir sér að einhverjir leikmenn úr ferðinni núna komist í þann hóp?

„Já auðvitað. Við erum með Birki Má Sævarsson sem hefur spilað lengi. Hann þarf að stíga upp og það verður áskorun fyrir hann að spila engan keppnisleik fram að því verkefni. Það verður áskorun en hann er áhugaverður kostur," sagði Hamren en Birkir Már spilar með Val hér heima og langt í Íslandsmótið.

„Hjörtur er líka hérna og vill verða í liðinu. Hann á líka í vandræðum hjá Bröndby þar sem hann fær ekki að spila mikið. Þeir verða að fá leiki til að vera í besta forminu fyrir undankeppnina."

„Sjáum hvað gerist svo eru leikmenn sem voru í kringum liðið í haustleikjunum. Samúel spilaði til dæmis ekki mikið með Valerenga og verður að spila. Allir sem eru hérna í hafa sýnt mér rétta hugarfarið sem er gott en ég vona líka að við verðum ekki í svona miklum meiðslavandræðum í undankeppni EM eins og í Þjóðadeildinni. Ég vil hafa alla heila núna."

„,Ég mun heimsækja nokkra leikmenn og horfa á þá spila og ræða við á. Ég hlakka til fyrstu leikjanna gegn Andorra og Frakklandi."

Athugasemdir
banner
banner