„Svekkelsi, pjúra svekkelsi. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,voru frábærar í leiknum, héldu skipulagi allann tímann og maður er bara gríðarlega stoltur af þeim." segir Jóhann Unnar Sigurðsson aðstoðarþjálfari Hauka sem töpuðu 2-0 á útivelli fyrir toppliði Þór/KA fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 2 - 0 Haukar
„Það sem er að hrjá okkur er að það fellur ekkert með okkur. Fyrsta markið í leiknum er náttúrulega klárlega brot. Það þýðir samt ekki að hengja haus við höldum áfram."
Haukar spiluðu vel í dag og stóðu lengi vel í Þór/KA. Kjartan var ánægður með spilamennsku liðsins og örvæntir ekki þrátt fyrir að liðið sé án stiga eftir 4 leiki.
„Maður er aldrei sáttur, en við örvæntum ekki neitt. Það skiptir engu máli þótt við séum með 0 stig eftir 4 leiki við höldum bara áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu."
Viðtalið má sjá í heild hér að ofan.
Athugasemdir