Stjarnan tóku á móti Val þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.
Stjarnan gat með sigri lyft sér upp úr neðri hlutanum upp í efri hlutann á markatölu svo það mátti búast við hörku leik á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Valur
„Tilfiningin er frábær, ég held að það séu allir sammála því að Stjarnan var eina liðið sem átti að vinna í dag." Sagði Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.
„Mér fannst eiginlega frá byrjun leiks, við sýndum og unnum á öllum vígstöðum, vorum að vinna návígin og við vorum að fá færin. Þeir voru alveg hættulegir en við sýndum í dag að við getum unnið hvaða lið sem er."
Stjarnan hefur stundum í sumar verið kallað eins manns lið en leikurinn í kvöld sýndi að það býr meira í þessu liði en einn leikmaður.
„Já Ísak er frábær en við sýndum bara að við erum með fullt af góðum einstaklingum en liðsheildin er framúrskarandi í þessu liði og þetta var bara frábær sigur."
Eftir leik þegar Eggert Aron gekk að stúkunni chantaði stúkan 'Messi!' í átt að Eggerti Aron.
„Ég veit það ekki en ég held að markið á móti Noregi hafi hjálpað eitthvað til með það hvernig umræðan er."
Nánar er rætt við Eggert Aron Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |