Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 19. apríl 2023 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Að sjálfsögðu er það víti
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn var framlengdur og fór að lokum 1-0 þar sem heimamenn náðu að skora á lokamínútum leiksins. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins kom í viðtal eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 ÍBV

„Svekkjandi, Ógeðslega fúlt. Strákarnir voru geggjaðir, þvílíkt spirit í liðinu þvílíkur baráttuandi, ég get ekki sagt neitt annað en það, þetta var bara ógeðslega svekkjandi eftir alla vinnuna sem fór í þetta."

sagði Hermann en Eyjamenn vildu margir fá dæmda vítaspyrnu í lok seinni hálfleiks þegar Árni Snær markvörður Stjörnunnar virtist grípa utan um Eið Aron inn í teig.

„Já það er víti!" Segir Hermann og hlær eftir að hafa misskilið spurninguna fyrst. „Að sjálfsögðu er það víti. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig ég get ekki alveg sagt."

Þetta er þriðja tap ÍBV í röð á tímabilinu og eru þeir því búnir að tapa öllum sínum leikjum. Hver er þá staðan á þeim í dag?

„Það hefur verið svolítið svekkelsi með meiðsli. Við erum búnir að vera óheppnir með það, það verður bara að segjast eins og er. Það er bara eins og það er, við erum ekki með breiðasta hópinn og það er að bíta okkur aðeins. Svo lengi sem við spilum svona, þetta var alvöru eyja performance. Menn lögðu sig alla fram hérna og börðust eins og ljón, við eigum bara skilið meira fyrir vinnuna, eitthvað aðeins meira en þetta."

ÍBV er með lítinn hóp eins og Hermann segir en eru þá einhverjar líkur á því að þeir styrki hópinn enn frekar á næstu dögum?

„Já já það er alltaf verið að skoða það og búið að vera að því, þannig að já það eru líkur á því." 

Það hafa verið sögur um að þeir fái mögulega leikmann frá Jamaíka.

„Já það er svo sem búið að vera skoða það í einhvern tíma og það er bara vonandi að það gangi eftir ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner