Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   mið 19. apríl 2023 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Að sjálfsögðu er það víti
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn var framlengdur og fór að lokum 1-0 þar sem heimamenn náðu að skora á lokamínútum leiksins. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins kom í viðtal eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 ÍBV

„Svekkjandi, Ógeðslega fúlt. Strákarnir voru geggjaðir, þvílíkt spirit í liðinu þvílíkur baráttuandi, ég get ekki sagt neitt annað en það, þetta var bara ógeðslega svekkjandi eftir alla vinnuna sem fór í þetta."

sagði Hermann en Eyjamenn vildu margir fá dæmda vítaspyrnu í lok seinni hálfleiks þegar Árni Snær markvörður Stjörnunnar virtist grípa utan um Eið Aron inn í teig.

„Já það er víti!" Segir Hermann og hlær eftir að hafa misskilið spurninguna fyrst. „Að sjálfsögðu er það víti. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig ég get ekki alveg sagt."

Þetta er þriðja tap ÍBV í röð á tímabilinu og eru þeir því búnir að tapa öllum sínum leikjum. Hver er þá staðan á þeim í dag?

„Það hefur verið svolítið svekkelsi með meiðsli. Við erum búnir að vera óheppnir með það, það verður bara að segjast eins og er. Það er bara eins og það er, við erum ekki með breiðasta hópinn og það er að bíta okkur aðeins. Svo lengi sem við spilum svona, þetta var alvöru eyja performance. Menn lögðu sig alla fram hérna og börðust eins og ljón, við eigum bara skilið meira fyrir vinnuna, eitthvað aðeins meira en þetta."

ÍBV er með lítinn hóp eins og Hermann segir en eru þá einhverjar líkur á því að þeir styrki hópinn enn frekar á næstu dögum?

„Já já það er alltaf verið að skoða það og búið að vera að því, þannig að já það eru líkur á því." 

Það hafa verið sögur um að þeir fái mögulega leikmann frá Jamaíka.

„Já það er svo sem búið að vera skoða það í einhvern tíma og það er bara vonandi að það gangi eftir ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner