Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mið 19. apríl 2023 20:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn eftir sigur á Fjölni: Ég er bara glaður
Alltaf með góða leiðsögn
Alltaf með góða leiðsögn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Fínt að komast áfram, fínt að vinna þennan leik og ágætt að halda hreinu. Mér fannst Fjölnisliðið flott sérstaklega síðustu 20 mínúturnar þá settu þeir okkur undir pressu og mér fannst við svoldið missa tökin þá en ég ætla ekkert að kvarta, menn gáfu allt sem þeir áttu í þetta"

"Það voru miklar breytingar, það var alltaf að fara verða svona að bera einhvern blæ af því að það voru miklar breytingar og menn komu inn sem eru kannski ekki í miklu spil-formi en það vantaði ekkert upp á viljann, það komu margar fínar sóknir, við tökum það jákvæða út úr þessum leik að margir leikmenn fá dýrmætar mínútur, höldum hreinu annan leikinn í röð á móti góðu Fjölnisliði sem á pottþétt að stefna á að fara upp á komandi tímabili, virkilega gott lið og skemmtilegt. Þetta eru erfiðir leikir á móti liðum sem eru búin að gíra sig vel upp og tímabilið ekki byrjað og þeir búnir að geta undirbúið sig vel fyrir leikinn þannig ég ætla ekki að kvarta, ég er bara glaður" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Breiðablik

Brynjar Atli Bragason sem að mínu mati var maður leiksins þar sem hann varði oft vel á mikilvægum punktum í leiknum því mark hjá Fjölni hefði getað sett leikinn í uppnám fyrir Blika.

"Brynjar var bara mjög flottur og sýndi það að hann er mjög góður markmaður þannig við erum glaðir að hafa hann, frábær markmaður og feykilega sterkur utan vallar líka, hann ásamt mörgum stóð sig bara mjög vel svo bara áfram gakk þurfum að fara einbeita okkur að erfiðum leik á móti ÍBV út í Eyjum á sunnudaginn í deildinni og taka bikarhattinn af og á með deildarhattinn svo sjáum við bara hvað gerist í framhaldinu"

Ágúst Orri var ásamt Brynjari Atla að mínu mati maður leiksins en hann er 18 ára gamall, spilaði 90 mínútur og skoraði.

"Já hann var virkilega flottur og það er alveg rétt hjá þér, þú hefur kannski heyrt það að ég var að reyna fá hann til að einfalda leik sinn í fyrri hálfleik en hann er auðvitað bara mjög efnilegur leikmaður og kemur til með að spila stórt hlutverk í þessu Blikaliði á næstu árum, við erum glaðir að hafa hann og þú sérð það að hann tekur vel við leiðsögn"

Oliver Stefánsson sem var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum í Bestu-deildinni, hann byrjaði í dag en þurfti að fara út af vegna meiðsla.

"Hann var stífur í bakinu fyrir leikinn og var svo sem alltaf bara líklegur að taka 45 mínútur þannig við tókum enga sénsa með hann, það hefði verið hentugt að láta hann spila aðeins lengur en tókum ekki sénsinn"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í spilaranum þar sem Óskar ræðir t.d. hvar Blikar spila næsta heimaleik og er hann tilbúinn að gefa út byrjunarliðið fyrir leikinn gegn ÍBV á sunnudaginn?
Athugasemdir
banner
banner
banner