Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 04. september 2023 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Orri Steinn: Spenntur að sýna hvað ég get á Old Trafford
Icelandair
Mynd: FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið er statt úti í Þýskalandi um þessar mundir þar sem Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á útivelli gegn Lúxemborg í undankeppni fyrir næsta Evrópumót.


Ísland þarf sigur í Lúxemborg og svo á heimavelli gegn Bosníu og Hersegóvínú til að eiga möguleika á sæti á EM. Orri Steinn Óskarsson er í landsliðshópnum og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik eftir að hafa verið algjör lykilmaður í yngri landsliðunum.

Orri Steinn er aðeins 19 ára gamall en er reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn, þar sem hann berst við Andreas Cornelius um byrjunarliðssæti.

Hann á 28 mörk í 37 leikjum með yngri landsliðunum og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum taka stökkið upp í meistaraflokk.

„Það er góð tilfinning og mikill heiður að vera kominn í A-landsliðið. Ég er spenntur fyrir næstu leikjum," sagði Orri Steinn í viðtali við Fótbolta.net í Mainz. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var lítill strákur."

Ísland er með ungan landsliðshóp þar sem menn á borð við Mikael Egil Ellertsson og Kristian Nökkva Hlynsson eru með.

„Það er mjög flott að sjá hvað eru margir ungir í hópnum, það sýnir hvað framtíðin á Íslandi er björt og það eru margir fleiri spennandi leikmenn að koma upp. Yngri landsliðin eru að komast á EM og þetta lítur bara mjög vel út."

Orri Steinn verður eini Íslendingurinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem FCK er í riðli með Manchester United, uppáhaldsliði Orra. Þar að auki eru þýsku risarnir í FC Bayern með í riðlinum ásamt tyrkneska stórveldinu Galatasaray. Þar er markmiðið að berjast við Galatasaray um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar eftir áramót.

„Ég er mjög spenntur að fara á Old Trafford og sýna hvað ég get. Markmiðið okkar er að vera ennþá í Evrópu eftir jól og svo viljum við geta strítt stóru liðunum á heimavellinum okkar í Parken, við höfum ekki tapað þar síðan 2018 eða 17."

Orri talaði að lokum um að hann væri stoltur af föður sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrir að vera fyrstur til að koma íslensku karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner