Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
banner
   fös 06. október 2023 23:05
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Kristján Guðmunds: Við sóttum okkur ekki 4-5 landsliðsmenn í júlí
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti Þrótti í Garðabænum í kvöld í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Stjörnukonur áttu ennþá möguleika á að ná Evrópusæti fyrir leikinn en þurftu að treysta á að Valskonur myndu vinna Blika. Niðurstaðan var 0-1 tap Stjörnunnar gegn Þrótti sem skipti í raun engu máli þar sem Blikar kláruðu sinn leik á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Þróttur R.

Þetta er náttúrulega jafnteflisleikur, það er alveg hreint borðliggjandi jafntefli en endar svona, mjög leiðinlegt“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Það stefndi allt í sanngjarnt jafntefli áður en fyrirgjöf Mikenna McManus rataði í net Stjörnunnar og Þróttarar tóku því stigin þrjú.

Þetta er lélegt mark sem við fáum á okkur og á ekki að gerast. Sennilega bara sáum við fram á að leikurinn væri búin og við þurftum að vinna til að eiga einhvern möguleika á Evrópusæti þannig að það gæti vel verið að það hafi eitthvað slökknað á því. Sanngjarnt jafntefli en það var ekki og stundum er þetta svona“ hélt hann svo áfram.

Stefnan hjá Stjörnunni í sumar var að berjast um titilinn en slök byrjun á mótinu varð til þess að þær voru strax byrjaðar að elta. Um mitt mót fór þetta þó að tikka og töpuðu þær varla leik það sem eftir lifði móts. Aðspurður hvort að það sé svekkjandi að enda í 4. sæti segir hann:

Það skiptir engu máli hvort við endum í þriðja, fjórða eða öðru við náttúrulega viljum vera númer eitt. Með spár og annað ég veit ekki hvað ég á að segja við því. Já, að sjálfsögðu, við litum vel út og erum gott lið og ekki skrýtið að okkur sé spáð titlinum en við sóttum okkur ekki 4-5 landsliðsmenn í júlí, það var bara þannig.


Athugasemdir
banner
banner
banner