
„Við erum glaðar að mæta Þór/KA. Við viljum fá annan séns gegn þeim og það verður gott að mæta þeim á heimavelli," sagði Ana Victoria Cate leikmaður Stjörnunnar við Fótbolta.net eftir að ljóst varð að liðið mætir Þór/KA í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Liðin mætast í Garðabænum en Þór/KA fór með 3-1 sigur af hólmi þegar liðin mætast í toppslag í Pepsi-deildinni
„Ef við spilum eins vel og við getum og nýtum færin þá verðum við í lagi," sagði Ana.
Sandra Stephany Mayor, oft kölluð borgarstjórinn, lék Stjörnustúlkur grátt í leik liðanna á dögunum.
„Þær hafa marga aðra hættulega leikmenn. Jafnvel þó að við stoppum hana þá eru þær með fleiri góða leikmenn eins og erlenda leikmanninn sem skoraði síðast. Við getum ekki hugsað um að stoppa hana og haldið að við vinnum. Við þurfum að stoppa alla á vellinum," sagði Ana.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir