Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mán 08. maí 2017 21:55
Alexander Freyr Tamimi
Andri Rúnar: Ég heyrði bara fagnaðarlætin
Andri Rúnar í baráttunni í dag.
Andri Rúnar í baráttunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Andri Rúnar Bjarnason var hetja Grindavíkur þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn Víkingi með dramatísku sigurmarki í annarri umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Andri Rúnar skoraði sigurmark Grindvíkinga með skalla í uppbótartíma og segist hann ekki einu sinni hafa áttað sig strax á því að boltinn fór í netið.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Grindavík

„Þetta var bara geðveikt. Boltinn berst út á Gunna (Gunnar Þorsteinsson) á kantinum og hann nær góðri sendingu fyrir. Ég veit að Rolo (Róbert Örn Óskarsson) er að koma og ég næ að flikka honum. Ég sá boltann ekki fara inn, ég heyrði bara fagnaðarlætin í strákunum. Að skora sigurmark á 93. eða 94. mínútu er alltaf geðveikt," sagði Andri Rúnar við Fótbolta.net að leik loknum. Hann lék áður með Víkingi en það kom aldrei til greina að sleppa því að fagna markinu gegn gömlu félögunum.

„Ef maður skorar sigurmark á 93. mínútu verður maður að fagna, það er bara þannig."

Grindavík var klárlega slakari aðilinn í fyrri hálfleik en allt annað var að sjá til liðsins í þeim síðari.

„Við vorum alls ekki að spila okkar bolta, ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Við ákveðum bara í hálfleik að koma vitlausir út, við fórum að berjast fyrir hvorn annan og þá kom okkar spil í kjölfarið," segir Andri, sem var bjartsýnn eftir jöfnunarmarkið á að Grindavík gæti tekið öll þrjú stigin.

„Mér leið mjög vel eftir jöfnunarmarkið, ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir því að við myndum skora."

Grindavík er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildarinnar og er óhætt að segja að nýliðarnir hefji leik með stæl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner