„Fyrstu viðbrögð eru mjög jákvæð, sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins eftir 0-0 jafntefli gegn Írlandi, ytra í æfingaleik þjóðanna.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Írland
„Við gerðum allt sem við vorum búin að æfa og leggja upp með fyrir leikinn. Við gerðum það eins vel og kostur var. Aðstæðurnar voru erfiðar en ég er hrikalega ánægður með að við reyndum að spila það sem við settum upp."
„Við héldum boltanum betur en nokkurn tímann áður. Við ógnum þeim nógu oft til að skora mörk en við eigum að gera betur inn í vítateignum og í færunum sem við fáum," sagði Freyr sem var ánægður með hvernig leikmennirnir komu stemmdar í leikinn.
„Ég verð að fá að segja það að leikmennirnir svöruðu kallinu. Ég gagnrýndi þær töluvert fyrir frammistöðuna í Hollandi og hugafarið. Þær mættu í þennan leik eins og stríðsmenn gegn mjög sterku og hraustu írsku liði," sagði Freyr.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir