Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi Tómas: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
   þri 08. ágúst 2023 21:21
Hákon Dagur Guðjónsson
Davíð Smári: Líklega áttum við ekki öll þrjú stigin skilið
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er gríðarlega feginn að hafa landað þessum sigri. Þetta var líklega okkar slakasta frammistaða í langan tíma og skipulagið okkar var ekki nógu gott í þessum leik. Vorum duglegir og hlupum og hlupum en þetta var bara einn af þessum leikjum.“
Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra um leik sinna manna í 2-1 sigri Vestra gegn Selfoss á Olísvellinum á Ísafirði fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  1 Selfoss

Davíð var ekkert sérstaklega hrifinn af spilamennsku Vestra í leiknum en var eins og áður kemur fram feginn því að landa stigunum þremur.

„Líklega áttum við ekki öll þrjú stigin skilið en við náðum þeim og er það oft einkenni góðra liða að geta spilað lélegan leik en sótt þrjú stig. “

Fyrst og fremst öflug byrjun Vestra í dag skilaði þremur stigum í hús en liðið var komið í 2-0 eftir um 20 mínútna leik. Eftir það var þó lítið eftir til að gleðja áhorfendur á vellinum.

„Við ætluðum að byrja leikinn af krafti og við gerðum það. Við ætluðum að reyna að klára leikinn á fyrstu mínútunum en svo bara sofnum við algjörlega á verðinum, gefum þeim hræódýrt mark og hefðum getað gefið þeim fleiri.“

Sagði Davíð Smári en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner