
„Ég er gríðarlega feginn að hafa landað þessum sigri. Þetta var líklega okkar slakasta frammistaða í langan tíma og skipulagið okkar var ekki nógu gott í þessum leik. Vorum duglegir og hlupum og hlupum en þetta var bara einn af þessum leikjum.“
Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra um leik sinna manna í 2-1 sigri Vestra gegn Selfoss á Olísvellinum á Ísafirði fyrr í kvöld.
Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra um leik sinna manna í 2-1 sigri Vestra gegn Selfoss á Olísvellinum á Ísafirði fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 1 Selfoss
Davíð var ekkert sérstaklega hrifinn af spilamennsku Vestra í leiknum en var eins og áður kemur fram feginn því að landa stigunum þremur.
„Líklega áttum við ekki öll þrjú stigin skilið en við náðum þeim og er það oft einkenni góðra liða að geta spilað lélegan leik en sótt þrjú stig. “
Fyrst og fremst öflug byrjun Vestra í dag skilaði þremur stigum í hús en liðið var komið í 2-0 eftir um 20 mínútna leik. Eftir það var þó lítið eftir til að gleðja áhorfendur á vellinum.
„Við ætluðum að byrja leikinn af krafti og við gerðum það. Við ætluðum að reyna að klára leikinn á fyrstu mínútunum en svo bara sofnum við algjörlega á verðinum, gefum þeim hræódýrt mark og hefðum getað gefið þeim fleiri.“
Sagði Davíð Smári en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir