Valur tók á móti Selfossi þegar loka umferð Pepsi Max deildar Kvenna hófst í kvöld.
Valur hafði fyrir leikinn þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og þar sem þetta var síðasti heimaleikur sumarsins fór titillinn á loft eftir lokaflautið.
Valur hafði fyrir leikinn þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og þar sem þetta var síðasti heimaleikur sumarsins fór titillinn á loft eftir lokaflautið.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 0 Selfoss
Valsstelpurnar byrjuðu leikinn vel og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik en staðan var orðin 5-0 þegar flautað var til hálfleiks. Fleirri urðu mörkin ekki og þar við sat.
„Þetta er bara yndislegt og sérstaklega eftir að við skorum fyrsta markið en þá fannst mér við stíg vel upp og spila skemmtilegan fótbolta og þetta var rosalega skemmtilegt. Sagði Dóra María Lárusdóttir eftir leikinn í kvöld.
„Eins og maður getur orðið þreytt á fótboltanum þegar gengur illa þá man maður afhverju maður er í þessu stundum og þetta er bara toppurinn á tilverunni.
Dóra María bætti við áttunda Íslandsmeistaratitlinum í safnið.
„Ég held þetta sé áttundi Íslandsmeistaratitillinn og ég spila fyrsta tímabilið mitt 2001 svo þetta er orðið langur tími"
Aðspurð um hvort hún sé að íhuga að leggja skónna á hilluna hafði Dóra María þetta að segja.
„Ég er örugglega búin að íhuga það síðustu 10 árin og hef einusinni prófað að hætta þannig ætli ég pæli ekki eitthvað í því á næstu dögum hvað ég geri."
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir