Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði 63 mínútur í 1-0 tapi gegn Brasilíu í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Brasilía
„Við spiluðum mjög vel á köflum og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga fyrri hálfleikinn í dag og við vorum bara óheppnar að skora ekki. En við erum sáttar með daginn og tökum fullt jákvætt úr þessu," sagði Katrín eftir 1-0 tap gegn Brasilíu í kvöld.
Katrín hefur leikið frábærlega með Stjörnunni það sem af er tímabilinu og er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með 8 mörk í 7 leikjum.
„Ég finn fyrir miklu sjálfstrausti núna og það er bara gott fyrir mig. Ég ætla að byggja ofan á það og halda áfram núna næstu vikurnar fram að EM og svo bara verð ég upp á mitt besta á EM."
Áhorfendamet var slegið á Laugardalsvelli og var Katrín að sjálfsögðu ánægð með stuðninginn.
„Við erum ótrúlega ánægðar með þann stuðning sem við fáum hér í kvöld. Þetta gefur okkur ennþá meiri kraft og ennþá meiri vilja til að gera allt sem við getum."
Athugasemdir