Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 13. ágúst 2024 10:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 18. umferð - Lætur HK fá martraðir
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi fór illa með HK.
Jónatan Ingi fór illa með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson skoraði þrennu þegar Valur rúllaði yfir HK 5-1 í Bestu deildinni og er Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Þetta er í annað sinn í sumar sem hann er leikmaður umferðarinnar en í fyrra skiptið var það einnig eftir sigur gegn HK. Jónatan skorað þá bæði mörkin í 2-1 sigri Vals í Kórnum. Hann lætur Kópavogsliðið svo sannarlega fá martraðir.

„Mér fannst við almennilegir allt frá byrjun og keyrðum yfir þá, við duttum aðeins niður eftir að við komumst yfir en við vörðumst almennilega og nýttum þau færi sem við fengum," sagði Jónatan eftir leikinn.

Hann skoraði ekki bara þrjú mörk heldur sótti rautt spjald og víti snemma leiks þegar hann var rifinn niður í teignum af Ívari Erni Jónssyni.

„Það kemur góður bolti og ég tek góða snertingu og kemst fram fyrir manninn. Þegar ég er að fara skjóta togar hann í mig. Ef hann tæklað mig væri þetta gult en hann togar í mig og reynir ekki við boltann og samkvæmt reglunum er þetta bara rautt spjald," sagði Jónatan um það atvik.

Jónatan er kominn með tíu mörk í Bestu deildinni í sumar en hann kom til Vals frá Sogndal fyrir tímabilið.


Sterkustu leikmenn:
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Jónatan Ingi: Ef hann hefði tæklað mig væri þetta gult
Innkastið - Bölvun aflétt með nýjum þjálfara og glórunni tapað
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner