Stjarnan tapaði sínum öðrum leik í röð í kvöld og er þremur stigum frá toppliði Vals.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Víkingur R.
„Ég er drullusvekktur. Það er ömurlegt að tapa, það er bara svoleiðis. Við erum svekktir í dag en verðum klárir á morgun," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
„Við vorum ekki nægilega beittir sóknarlega eftir að Gaui (Baldvins) fór út af meiddur. Við nýttum ekki þessi örfáu færi sem við fengum. Við nýttum föstu leikatriðin ekki nægilega vel í dag."
Dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánson, hafði í nægu að snúast. Hvernig fannst Rúnari hann höndla leikinn?
„Það er best að segja sem minnst... hann og hans teymi áttu ekki góðan dag."
Guðjón Baldvinsson fór af velli á börum í dag en óvíst er með hans meiðsli. Markvörðurinn Haraldur Björnsson er á meiðslalistanum.
„Það eru einhverjar vikur í hann en vonandi verða Ævar (Ingi Jóhannesson) og Eyjólfur (Héðinsson) klárir á mánudaginn," sagði Rúnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir