Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins á KA í dag. Sigurmarkið kom í byrjun leiks eftir hornspyrnu.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 KA
Darko Bulatovic gerði eina mark leiksins en hann stýrði þá knettinum í eigið net eftir hornspyrnu Einars Karls Ingvarssonar á 2. mínútu leiksins. Bæði lið áttu ágætis færi í leiknum til að bæta við fleiri mörkum en 1-0 sigur Vals reyndist niðurstaðan.
Valur er áfram í efsta sæti deildarinnar en Ólafur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
„Frábær sigur gegn sterku KA-liði. Mér fannst við hafa góð tök á þessu og ekki í neinni hættu með hann," sagði Ólafur við Fótbolta.net í kvöld.
„Uppleggið var að mæta þeim í hörku. Þeir eru líkamlega sterkir og við ætluðum að mæta þeim í föstu leikatriðunum. Við ætluðum að spila okkar bolta og við höfðum tök á því og það gekk ágætlega eftir."
„Mér fannst við loka vel á og þeir nánast komust ekki inn í nein svæði til þess að gera eitthvað. Þeir reyndu langa bolta inn í teig og við mættum því vel en það þarf lítið til að missa leikinn. Við vorum grimmir."
Færanýtingin var slök hjá Valsmönnum í kvöld en liðið fékk fjölmörg færi til að bæta við mörkum. Ólafur er þó ánægður með að liðið sé að koma sér í færi.
„Það hefur oft verið þannig hjá okkur að við þurfum mörg færi en ef við vinnum þá kvörtum við ekki yfir því."
Eiður Aron þreytti frumraun sína í kvöld með Val og var Ólafur nokkuð sáttur með hann.
„Mér fannst hann spila feykivel eins og allt liðið reyndar. Liðið varðist mjög vel og mér fannst við bregðast við því."
Ólafur lenti í umdeildu atviki þegar KA átti innkast en boltinn fór til hans og ætlaði hann að láta gestina hafa boltann en kastaði honum yfir leikmann KA og vakti það eðlilega ekki mikla lukku hjá KA-mönnum.
„Ég missti boltann og þetta var algjör óheppni. Ég fékk áminningu og þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir