Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 22. október 2022 17:08
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jón Þór: Það er saga okkar á þessari öld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er sætt að vinna. Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að fagna í sumar. Það er alltaf gott að vinna leiki. Það er klárt mál.” Segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3-2 endurkomusigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 ÍBV

Sigurinn gerði lítið sem ekkert fyrir ÍA sem eru ennþá svo gott sem fallnir.

„Við erum staðráðnir í því að klára tímabilið með krafti. Það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir félagið. Ég er ánægður með vikuna og undirbúninginn. Leikmenn héldu fókus og við sýndum það í dag.”

ÍA lenti 2-0 undir en snéru þessu við og tóku stigin þrjú.

„Þetta var skrýtinn leikur. Þeir skora snemma en við áttum færi og vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik en vorum samt undir. Við vildum finpússa ákveðna hluti. Í 2-0 gerum við breytingar bæði mannabreytingar og taktískar. Við fengum neistann sem við þurftum við fyrsta markið.”

Stórveldið á Akranesi spilar í næst efstu deild að ári en liðið hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika seinustu ár.

„Við þurfum að skoða ákveðna hluti hjá okkur. Við föllum reglulega. Á 5 ára millibili kemur dýfa hjá okkur. Það er saga okkar á þessari öld. Við þurfum að skoða það verulega sem félag.”

Viðtalið er i heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner