Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   lau 28. september 2024 17:35
Hilmar Jökull Stefánsson
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heiða Ragney Viðarsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Breiðabliki í dag, þegar þær grænklæddu fóru með 4-2 sigur af hólmi á FH konum. Heiða stýrði umferðinni vel og stöðvaði margar sóknir FH.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Hvað fer í gegnum hausinn á ykkur þegar þið lendið undir svona snemma?

„Það var bömmer, en ég hafði samt engar áhyggjur. Ég vissi að við værum að fara að skora, við erum að skora svo mikið. Ég var ekkert of stressuð með það, það var aðallega þegar seinna markið kom þá þurftum við að rífa okkur í gang.“

FH átti nokkrar fínar skyndisóknir í fyrri. Hverju breytið þið í hálfleik?

„Þær keyra svolítið hratt á lið og það er ringulreið í gangi á meðan þannig við ákváðum að droppa aðeins og stjórna þá aðeins leiknum. Við breyttum líka aðeins um leikkerfi. 4-3-3 með tvær djúpar þá var ekki að opnast svona mikið svæði á miðjunni sem þær voru að keyra inn í.“

Nokkrir kaflar í seinni hálfleik þar sem þið gátuð skorað fleiri mörk með því að stýra leiknum.

„Algjörlega. Það er líka það sem maður verður að gera á móti liðum sem keyra svona rosa hratt að aðeins að slaka á og taka stjórn á leiknum. Leyfa þeim ekki að stjórna tempóinu. Sem bara gekk, og þá breyttist alveg leikurinn og við tókum yfirhöndina.“

Úrslitaleikur næstu helgi. Hvernig er vikan?

„Það er bara venjuleg æfingavika sko, það verður ekkert öðruvísi. En ég er ógeðslega ánægð, þetta er ógeðslega spennandi að þetta verði úrslitaleikur og maður vonar bara að það mæti fullt af fólki á völlinn. Þannig ég er mjög spennt!“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner