Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   lau 28. september 2024 17:10
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain segist, eftir 4-2 sigur á FH, ætla á Hlíðarenda næstu helgi og vinna Valskonur á þeirra heimavelli. Þar sem bæði Valur og Breiðablik unnu sína leiki í dag fáum við úrslitaleik á milli liðanna næstu helgi, þar sem Blikakonum dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Annar leikur, annar sigur. Hvernig líður Nik eftir leik?

„Vel. FH setti okkur á afturfæturnar í byrjun leiks og komu á móti okkur eins og FH gera. Þær létu okkur hafa fyrir hlutunum og við urðum að vera á tánum gegn þeim. Góður prófsteinn að komast aftur inn í leikinn og góð æfing andlega.“


Valur næstu helgi, þið einu stigi yfir. Munu þið leggjast lágt?


„Nei við viljum fara þangað og vinna. Það er það sem við höfum verið að gera. Við viljum ekki fara eitthvert og loka sjoppunni. Við erum sóknarsinnað lið og viljum skora mörk, þannig planið næstu helgi er að fara og vinna.“


Ásta meidd, hvernig lítur þetta út?


„Við fáum að vita það á næstu dögum. Svipuð meiðsli og hún lenti í í fyrra. Við verðum bara að bíða og sjá á næstu dögum. Bjartsýnn á að hún spili. Það þyrfti her af fólki til að halda aftur af henni næstu helgi ef hún ætti ekki að spila.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.











Athugasemdir
banner
banner
banner