Það var svekktur Arnar Grétarsson sem mætti í viðtal við fjölmiðla eftir 1-3 tap Breiðabliks gegn KA.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 3 KA
„Ég gæti alveg talað í klukkutíma. Við mættum ekki til leiks. Þegar þú ert búinn að vera í undirbúningstímabili í sex mánuði og berjast við veturinn og skammdegisþunglyndi hélt maður að liðið myndi vera eins og beljurnar á vorin," sagði Arnar.
„KA-menn voru miklu grimmari og við getum þakkað fyrir að tapa ekki stærra. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu því með svona frammistöðu lendum við í ströggli í deildinni. Það er alveg ljóst."
„Ég hef aldrei séð okkur svona lélega, ég held að þetta slái öll met. Að þetta skuli vera í opnunarleik finnst mér skrýtið. Mér fannst við hálfgerðir „amatörar" í því sem við vorum að gera. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum og það vantaði mikið. Við sköpuðum ekki mikið. Ég ætla að vona að þessi dagur komi aldrei aftur."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir