Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 01. ágúst 2019 21:55
Helga Katrín Jónsdóttir
Steini: Fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar Pepsi-Max deildar kvenna. Þetta kemur sér virkilega illa fyrir Breiðablik sem er aðeins með eins stigs forystu á Val, sem á leik til góða í titilbaráttunni. Steini, þjálfari Breiðabliks, var að vonum svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 Þór/KA

"Já það eru vonbrigði að hafa ekki skorað í dag, við fengum alveg færin til þess og vorum miklu betri aðilinn í leiknum í dag. Við áttum að sjálfsögðu að skora mark en fótbolti getur stundum verið miskunnarlaus."

"Við spiluðum ágætlega úti á velli og vorum að koma okkur í góðar stöður. Við fáum örugglega einhver 5-6 dauðafæri sem við náðum ekki að nýta. Auðvitað viljum við skora úr svona færum en fótboltinn er stundum svona, hann er ekkert alltaf sanngjarn. En ég var sáttur við margt í leiknum og nú þurfum við bara að halda áfram."

Breiðablik heldur nú til Bosníu þar sem þær taka þátt í undankeppni fyrir 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

"Þetta leggst mjög vel í okkur. Þetta verður hundleiðinlegt ferðalag en verkefnið er skemmtilegt og krefjandi. Við vonum bara að það verði ekki of heitt þar og þá erum við ánægð. Við ætlum áfram þar og við eigum alveg góðan séns á því og það er bara okkar markmið að komast upp úr þessum riðli."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner